logo

Ëlafur ١r­arson

14 desember 2011

"Maestro" Ólafur Þórðarson var borinn til hinstu hvílu í gær. Við félagar í South River Band syrgjum fallinn leiðtoga en ætlum að halda merki hans á lofti.
 "Maestro" Ólafur Þórðarson var jarðsunginn í gær. Ólafur var einn af aðalhvatamönnum að stofnun þessarar hljómsveitar og óopinber leiðtogi okkar. Þetta er búið að vera erfitt ár en nú höfum við kvatt ástkæran félaga og það er gott að vita hann lausan úr þeim fjötrum sem hann hefur verið bundinn í síðasta árið. Við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast og vinna með þessum mikla ljúflingi og sendum ekkju hans, Dagbjörtu, sem og öðrum nákomnum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við munum gera okkar besta til að heiðra minningu Óla - hann verður með okkur í öllum verkum okkar.