logo

South River Band spilar á Grensásdeild

28 desember 2011

 Hljómsveitin kom saman  í dag, miðvikudaginn 28. desember 2011, æfði nokkur lög og hélt svo á Grensásdeild og spilaði stuttan konsert fyrir starfsfólk og sjúklinga.
 Við vildum sýna starfsfólki Grensásdeildar þakklæti okkar fyrir að hugsa vel um félaga okkar Ólaf Þórðarson á árinu sem er að líða. Stuttur konsert á Grensásdeild gaf okkur kærkomið tækifæri til að hittast, sötra kaffi og ræða um gamla góða tíma. Það var fjölmenni á þessari æfing og konsertinum. 
 
Á myndinni má frá vinstri sjá Matthías, Kormák, Grétar Inga, Ólaf Baldvin, Jón Kjartan, Magna Friðrik og Helga Þór. Grétar Ingi er staddur á Íslandi í jólafríi en hann býr í Kaupmannahöfn. Kormákur er á leið til Noregs en þar ætlar hann að starfa sem grunnskólakennari í litlu þorpi rétt við NordKapp næsta misserið hið minnsta. Magni Friðrik er íhlaupamaður fyrir Guðmund Benediksson næstu mánuði en Guðmundur er á sjúkrabekk.
 
Það var gaman að hittast og spila saman eftir alllangt hlé. Við lékum gamla og sígilda South River Band slagara, meðal annars Zanzibar og Dauður í Moskvu. Ekki var annað að heyra en að áheyrendur okkar á Grensásdeild kynnu vel að meta!