logo

Tónleikaferđ á Jótlandi

7 júlí 2012

 Önnur utanlandsferð South River Band var farin í byrjun júní 2012, að þessu sinni til Danmerkur.
Við flugum til Kaupmannahafnar 31. maí og þaðan til Álaborgar. Ókum niður á Djursland og spiluðum um kvöldið á tónlistarkránni Koed. Það var fín stemning og skemmtileg spilamennska. Daginn eftir lá leiðinn norður til Halkær en þar tókum við þátt í hinni árlegu tónlistarhátíð Halkær festival. Þarna voru ýmsar frægar hljómsveitir og töluverður heiður fyrir okkur að fá að vera með. Eftirmminnilegir eru Polkaholix frá Berlín sem er 10 manna stórhljómsveit sem vill helst spila allt í polkaútsetningum.  Habadekuk voru frábærir, dönsk 10 manna þjóðlagasveit. Mjög flinikir spilarar og vel útsett tónlist. Hér er tóndæmi.