logo

Skemmtilegri tˇnleikafer­ loki­

13 ágúst 2012

 Hljómsveitin ferðaðist um á norðurausturlandi og hélt tónleika á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði dagana 9.-12. ágúst.
Við byrjuðum á Græna hattinum á Akureyri fimmtudaginn 9. ágúst, góð mæting og fín stemning. Á föstudeginum tókum við nokkur lög í heimahúsi á Dalvík og upplifðum hina frægu súpustemningu á föstudeginum fyrir fiskidag á Dalvík. Ótrúlega margt fólk var mætt í götuna og stemningin frábær. Á laugardeginum 11. ágúst tókum við þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík. Við byrjuðum á stóra sviðinu síðdegis og lékum nokkur lög fyrir þúsundir gesta sem gæddu sér á frábærum veitingum í boði heimamanna. Um kvöldið vorum við með konsert í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Það var mjög vel heppnað og margir komu að hlusta sem aldrei hafa hlustað á South River Band áður. Á sunnudeginum 12. ágúst var svo lokatónn þessarar tónleikaferðar sleginn á tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju sem við tileinkuðum minningu Ólafs félaga okkar Þórðarsonar. Þar steig á stokk með okkur Kormákur Bragason og tók nokkur lög. Einnig söng Ágústa Ósk Óskarsdóttir eitt lag með okkur. Það var gott að spila í kirkjunni, frábær hljómur og góð mæting og í kirkjunni mátti sjá mörg kunnuleg andlit. 
Á myndinni eru - frá vinstri: Ólafur Baldvin Sigurðsson, Magni Friðrik Gunnarsson, Jón Kjartan Ingólfsson, Guðmundur Benediktsson, Kormákur Bragason, Ágústa Ósk Óskarsdóttir, Matthías Stefánsson og Helgi Þór Ingason.