logo

Skosk ■jˇ­lagatˇnlist ß Kex Hostel 24. - 26. jan˙ar 2013

23 janúar 2013

 Kex Hostel mun halda hina árlegu skosku stórhátíð Burns Night í annað sinn helgina 24. til 26. janúar næstkomandi í samstarfi við Vífilfell og Icelandair. Burns  er haldin ár hvert á afmælisdegi þjóðskáldsins Robert Burns og er fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns. Kex Hostel hefur í samstarfi við Benna Hemm Hemm boðið skosku tónlistarmönnunum Alasdair Roberts og Bill Wells ásamt hljómsveit til Íslands ásamt sekkjapípuleikaranum Barnaby Brown. Munu þeir sjá um  að haldið sé fast í hefðir á Burns nótt og allt fari fram í samræmi við lög og reglur. Þeir munu svo skemmta matargestum með tónlist sinni frá fimmtudegi til laugardagskvölds milli 20 og 23.
 Veitingastaður Kex Hostels býður upp á sérstakan Burns matseðil í kringum hátíðina og samanstendur hann af góðum og sannreyndum skoskum mat og drykk. Að sjálfsögðu verður boðið upp á hið heimsfræga haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og whiskysósu. Aðrir réttir sem eru á matseðli eru lambakássa af Hálöndunum, blaðlaukssúpa og svo auðvitað ógrynni af whisky, en það þykir ómissandi á Burns nótt.
 
Kex Hostel mun einnig bjóða upp á tvær vinnustofur í tengslum við heimsókn hina skosku listamanna. Sú fyrr fer fram föstudaginn 25. janúar kl. 16 í samstarfi við Reykjavik Folk Festival og þar mun Alasdair Roberts gefa fólki innsýn inn í mikla þjóðlagahefð Skotlands. Hin síðari fer fram laugardaginn 26. janúar kl. 14 og þar mun Barnaby Brown kenna þátttakendum grunnsporin í hinum skoska þjóðlagadansi, ceilidh.
 
Um Burns Night:
http://www.bbc.co.uk/arts/robertburns/burns_night_running_order.shtml
 
Viðburðarsíða hátíðarinnar á Facebook:
 
https://www.facebook.com/events/141244049364668/