logo

Hljˇ­ritanir og ˙tgßfa

Sena dreifir diskum South River Band. Þeir eru einnig til sölu þegar South River Band kemur fram á tónleikum.
 
Myndbrot af æfingum með hljómsveitinni má sjá á YouTube og koma þau fram ef leitað er með leitarorðinu "southriverband" eða "south river band". Einnig má hlusta á tóndæmi á MySpace síðu sveitarinnar.
 
Útgefnir hljómdiskar South River Band eru fimm talsins:
 
Söngkvöldafélagið SRB CD 005 2010
 
Fimmti diskurinn kom út í desember 2010. Með honum rættist gamall draumur okkar um að gefa út jóladisk. Þar má finna bæði frumsamin jólalög og einnig nokkur þekkt jólalög sem eru í uppáhaldi hjá okkur. 
 
Söngkvöldafélagið SRB CD 004 2007
 
Fjórði hljómdiskurinn okkar, Allar stúlkurnar, kom út í október 2007. Hann inniheldur 14 lög, frumsamin og erlend þjóðlög. Textarnir eru frumsamdir og fjalla um spaugilegar hliðar tilverunnar og dauðans alvöru, grín og glens, sorg og sút, og allt þar á milli. 14 lög og tveir gestasöngvarar.
 
Söngkvöldafélagið SRB CD 003 2005
 
Þriðji Diskur sveitarinnar Bacalao var tekinn upp í stúdíó 12 í Ríkisútvarpinu á einungis 3 klukkutímum vorið 2005. Okkur finnst hann því merkileg heimild um hljómsveitina á þessum tíma. Diskurinn var seldur seldur til styrktar sambýli fyrir einhverfa. 
 
Söngkvöldafélagið SRB CD 002 2004 
 
Annar hljómdiskur South River Band einkenndist af stórauknum tónlistarlegum metnaði eftir að Matthías Stefánsson, fiðluleikari og gítarleikari gekk til liðs við okkur. Matti er einnig frábær upptökumaður og hann átti veg og vanda að upptökum. Diskurinn var seldur til styrktar Klúbbnum Geysi, sem er athvarf fólks með geðraskanir. Diskurinn seldist vel og ári eftir útgáfu hans fékk South River Band gullplötu sem viðurkenningu fyrir sölu á um 7000 eintökum.
 
Söngkvöldafélagið SRB CD 001 2002
 
Hljómdiskurinn "South River Band", var fyrsti diskur South River Band. Hann er stórmerkileg heimild um tilurð sveitarinnar og á honum lék Jón Árnason á Syðri-Á á harmoniku og söng.