logo

Jˇn Kjartan Ingˇlfsson

Jón Kjartan Ingólfsson
Kontrabassi og söngur
 
 
Ég er einn af nýliðunum í South River Band, kom inn um áramótin 2009-2010. Ég hef verið viðloðandi tónlist síðan á unglingsárum. Ég byrjaði að spila á dansleikjum norður í Eyjafirði 15-16 ára gamall og var kominn í  gömludansa-hljómsveit með mér talsvert eldri mönnum um 18-19 ára. Átti síðan  nokkurra ára stopp í poppheimunum með hljómsveitinni Stuðkompaníinu frá Akureyri  - sem þið munuð heyra í um hver jól um framtíð alla.
 
Ég fluttist til Reykavíkur 1988 og hef síðan spilað allskonar tónlist með allskonar fólki. Meðal þeirra sem ég hef haft heiður af því að vinna með eru Björgvin Gíslason, Rúnar Júlíusson, Shady Owens, Orri Harðarson, Halli Reynis, Magnús&Jóhann og hljómsveitirnar SagaKlass, 7und, Foringjarnir og Skytturnar - svo nokkrir séu taldir til. Ég söng með Borgarkórnum í nokkur ár undir stjórn bæði Sigvalda Snæs Kaldalóns og John Gear .
 
Ég nam rafbassa- og píanóleik í tónlistarskóla FÍH - hvort tveggja nám sem dagaði uppi á miðri leið. Ég var miklu meira fyrir að vera bara úti að spila en að sitja heima og æfa skala og brotna hljóma.
 
Ég hef einnig unnið talsvert sem hljóðmaður, bæði í hljóðverum og með lifandi tónlist.  
 
Síðustu ríflega 15 árin hef ég starfað sem verslunarstjóri í hljóðfæraverslun - þannig að tónlistin er aldrei fjarri mér.