logo

Magni Fri­rik Gunnarsson

Magni Friðrik Gunnarsson
 
gítar og söngur.
 
Ættaður að norðan, eins og megnið af meðlimum hljómsveitarinnar. Þó ekki Ólafsfirðingur og Kleifamaður, heldur fæddur á Dalvík - handan við Múlann. Ólst mest upp í sveitinni, inní Öxnadal.
 
Ég er nýliðinn í hópnum, datt inn fyrir hálfgerða slysni í veikindaforföllum, en það virðist ekki auðratað út aftur. 
 
Ég byrjaði að bauka við músik sem unglingur, spilaði í danshljómsveitum á Akureyri í nokkur ár. Svo tóku við einhver ári í poppinu með ungliðahljómsveitinni Stuðkompaníinu. Fluttist suður um heiðar til náms uppúr tvítugu, en hélt þó áfram að spila og syngja, mest í ýmiskonar hljómsveitum, en hef einnig tekið þátt í ýmiskonar kórstarfi.  Helstu hljómsveitir og kórar: Steðjabandið (fyrst), Hljómsveit Steingríms Stefánssonar, Stuðkompaníið, Foringjarnir, Skytturnar, Twist & Bast, Borgarkórinn, Samkór Svarfdæla, Kirkjukór Grindavíkur...   og jú! South River Band!
 
Í dagvinnunni er ég blikksmiður, meistari í því fagi.