logo

Matthías Stefánsson

Matthías Stefánsson 
Fiðla og sólógítar
 
 
Ég lærði fiðluleik á Akureyri og við Tónlistarskólann í Reykjavík og gítarleik við Tónlistarskóla FÍH. Ég er lausráðinn fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, kenni á fiðlu við Tónlistarkóla Grafarvogs og spila með hljómsveitunum Pöpunum og South River Band.
 
Ég hef tekið tekið þátt í fjölda leikrita og söngleikja sem tónlistarmaður hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku Óperunni og Íslenska dansflokknum. Sem dæmi um uppfærslur sem ég hef tekið þátt í má nefna Boðorðin níu, Chicago, Kabarett, Annie, Túskildingsóperuna, Söngvaseið, Fridu, Jesú litla og Velkomin heim. Ég tók líka þátt í Gullaldarsýningu Björgvins Halldórssonar á Broadway 2005, Tinu Turner sýningu á Broadway 2006, stórtónleikum Bo og sinfó í Laugardalshöllinni, Jólatónleikum Bo 2007, afmælistónleikum SSSól 2007, minningartónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar og Eagles tónleikum í Háskólabíói 2008.  
 
Ég hef leikið á ýmis hljóðfæri inn á fjölmargar plötur, þar á meðal fyrir Sigur Rós, Björgvin Halldórsson, Pál Rósinkranz, Ríó Tríó, Jóhann Friðgeir, Ragga Bjarna, Helga Björns, Bjarna Ara, Brimkló, Ellen Kristjáns, Sniglabandið, SSSól og marga fleiri.
 
Ég starfa við tónlist alla daga, kenni tónlist, spila tónlist og síðustu ár hafa upptökur á tónlist orðið æ fyrirferðarmeiri þáttur í störfum mínum. Meðal annars hef ég annast upptökur á öllum plötum South River Band í seinni tíð.