logo

South River Band

Verið hjartanlega velkomin á heimasíðu South River Band.
 
South River Band er fjölhæf hljómsveit sem getur komið fram við ýmis tækifæri. Við höfum leikið dinnermúsík í kokteilboðum, mætt inn á stofugólf í stórafmælum og komið stuði í mannskapinn, við höfum haldið stóra og smáa tónleika, komið fram á árshátíðum, þorrablótum og öðrum mannfögnuðum.
 
Hér má finna ýmsar upplýsingar um hljómsveitina, uppruna hennar, feril, útgáfu og meðlimi.
 
Tilkynningar um tónleika og annað sem breytist frá degi til dags leggjum við jafnan á Facebook síðu okkar. Sjá má Facebook gluggann okkar neðarlega til hægri á þessari síðu.
 
Við hvetjum alla sem hafa gaman af tónlist okkar að vera virkir á Facebook síðunni okkar og taka þátt í spjallinu!
 
Þeir sem vilja bóka South River Band geta sent línu eða hringt í síma 8957340.

Skemmtilegri tˇnleikafer­ loki­

13 ágúst 2012

 Hljómsveitin ferðaðist um á norðurausturlandi og hélt tónleika á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði dagana 9.-12. ágúst.

Tˇnleikafer­ ß Jˇtlandi

7 júlí 2012

 Önnur utanlandsferð South River Band var farin í byrjun júní 2012, að þessu sinni til Danmerkur.

South River Band spilar ß Grensßsdeild

28 desember 2011

 Hljómsveitin kom saman  í dag, miðvikudaginn 28. desember 2011, æfði nokkur lög og hélt svo á Grensásdeild og spilaði stuttan konsert fyrir starfsfólk og sjúklinga.

Ëlafur ١r­arson

14 desember 2011

"Maestro" Ólafur Þórðarson var borinn til hinstu hvílu í gær. Við félagar í South River Band syrgjum fallinn leiðtoga en ætlum að halda merki hans á lofti.

Funda­ Ý Hverager­i

5 ágúst 2011

Hljómsveitin brá sér bæjarleið í ágústbyrjun og heimsótti Guðmund gítarleikara í Hveragerði.
 

Fyrsti konsertinn me­ Gumma Ben gekk vel

12 júlí 2011

Hinn landsþekkti tónlistarmaður og þulur á RUV, Guðmundur Benediktsson, hleypur í skarðið fyrir Ólaf Þórðarson sem er í sjúkraleyfi. Frumraun sína á sviði með South River Band þreytti Guðmundur á Kaffi Rósenberg 1. júní 2011. Þetta gekk aldeilis prýðilega, húsfyllir og mjög góð stemning.