logo

Forsala miša į Rekjavik Folk Festival 2013 hefst!

30 janúar 2013

Forsala miða á Reykjavík Folk Festival 2013 hófst í dag 30. janúar 2013. Miðasalan fer fram á vefnum midi.is og eru miðarnir í formi armbanda sem veita aðganga að öllum þrem kvöldum hátíðarinnar.

Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru; Pétur Ben, Valgeir Guðjónsson, Ylja, Þokkabót, Árstíðir, Snorri Helgason, Benni Hemm Hemm, Puzzle Muteson (UK) ásamt hinni nýstofnuðu Þjóðlagasveit Höfuðborgarsvæðisins en meðlimir hennar eru þjóðlagareynsluboltarnir Ágúst Atlason, Björn Thoroddssen, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson og Magnús R. Einarsson. Enn á eftir að tilkynna fleiri tónlistarmenn sem koma munu fram á hátíðinni þannig að fylgist vel með á fésbókarsíðu hátíðarinnar: facebook.com/reykjavikfolkfestival.

 

Forsala á hátíðina er á midi.is og kostar armband sem veitir aðgang að öllum þrem kvöldunum einungis 10.999 kr. í forsölu.