logo

RuGl og Tómas R tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna

27 febrúar 2017

 Helmingur listamannanna sem mun koma fram föstudaginn 3.mars n.k. eru tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna í ár!

Hljómsveitin RuGl var tilnefnd sem Bjartasta Vonin


Auk þess fékk platan Bongó, sem Tómas R. Einarsson gaf út í lok síðasta árs tvennar tilnefningar; Kristín Svava Tómasdóttir var tilnefnd sem textahöfundur ársins, auk þess sem Sigríður Thorlacius fékk tilnefningu sem söngkona ársins fyrir suðræna frammistöðu sína á plötunni. 
Bæði RuGl og Tómas koma fram á föstudagskvöldinu þar sem Tómas R býður upp á suðræna sveiflu með latíntríói sínu, sem er skipað þeim Ómari Guðjónssyni og Kristofer Rodriguez, sem sér um áslátt.