logo

Helena Eyjolfsdottir


Helenu Eyjólfsdóttir þarf vart að kynna, en hún var byrjuð að syngja á plötur aðeins 12 ára gömul. Árið 1959 komu út hennar stærstu smellir, Hvítu mávar, Í rökkurró ásamt fleirum, en þá var hún aðeins 17 ára gömul. Á 7. og 8. áratug síðustu aldar komu út fleiri lög sem nutu hylli, en lítið hefur farið fyrir útgáfu hjá henni síðustu 40 árin, þangað til nýverið.

Helena Eyjólfs í samstarfi við upptökustjórann Karl Olgeirsson sendu nýverið frá sér lagið Reykur, sem skaut Helenu upp á sinn verðskuldaða stað á stjörnuhimninum aftur.



Á Reykjavík Folk Festival munu þau Karl, ásamt Jóni Rafns kontrabassaleikara spila lög frá öllum skeiðum hins langa og fjölbreytta ferils Helenu. Þetta verður sjaldgæf og skemmtileg upplifun!