logo

Hljomsveitin Eva

 

Hljómsveitin Eva er popphljómsveit sem spilar kántrískotið femínískt pönk með þýðum og þjóðlegum undirtón. Hljómsveitin samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur.

Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áhorfendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun um leið. Hljómsveitin Eva dansar á mörkum tónlistar og sviðslista en hljómsveitin vill meina að hún sé ekki bara hljómsveit heldur sé hún einnig sviðslistahópur, pólítísk hreyfing og sjálfshjálpar grúppa.

Hljómsveitin Eva hlaut Grímu tilnefningu fyrir tónlist sína sem samin var fyrir Gullna hliðið sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 2014 og fyrsta plata sveitarinnar, Nóg til frammi, kom út í lok árs 2014.