logo

Markus Bjarnason

 

Markús Bjarnason hefur verið virkur þáttakandi í blómlegri tónlistarsenu Reykjavíkur í dágóðan tíma bæði með hljómsveitum og sem sólóartisti.

Sumarið 2004 gekk Markús til liðs við skrítirokksveitina Skáta sem söngvari og hljómborðsleikari.  Skátar spiluðu flókið rokk með háu skemmtanagildi og féll Markúsvel inní hljómsveitina.  Hljómsveitin spilaði mikið og sendi frá sér þrjár útgáfur á meðanMarkús starfaði með sveitinni.

Sólóferilinn byrjaði síðan undir nafninu Markús & The Diversion Sessions árið 2008. Fyrsta útgáfan, stuttskífan Now I Know, leit dagsins ljós árið 2010. Markús kemur bæði fram einn á tónleikum og með mismunandi session leikurum / meðspilurum.
 

Fyrsta breiðskífa Markús & The Diversion Sessions - The Truth The Love The Life kom út 30. Október 2015  á CD og á stafrænu formi. Glæsileg Vínylútgáfa fylgdi svo í kjölfarið í byrjun árs 2016. Platan var ofarlega á listum fjölmiðla yfir íslensku plötur ársins 2015. 

Markús Bjarnason kemur fram á  tónleikumá Reykjavík Folk-Festival fimmtudagskvöldið 2. mars 2017.  Gítarleikararnir Örn Ingi Ágústsson  ( rafgítar ) og Pétur Hallgrímsson  ( skriðgítar ) munu koma fram með Markúsi og flytja lög af nýrri plötu sem kemur út á árinu í bland við eldri lög.

 

----

Diskógrafía Markúsar með hljómsveitum og sem sólólistamaður:

 

Sofandi – Anguma LP, 2000 (Grandmothers Records)

Sofandi – Ugly Demos LP, 2002 (Thule Records)

Skátar – Skrew the Elves, Fokk the System EP, 2005 (Salómon Recordings)

Skátar – Ghost of the Bollocks to Come LP, 2007 (Grandmothers Records)

Glasamar Further Than Far Far – s/t EP, 2008 (Grandmothers Records)

Skátar – Goth báðum megin 7“, 2009 (Grandmothers Records)

Markús & The Diversion Sessions – Now I Know EP, 2010 (Brak Hljómplötuútgáfa)

Markús & The Diversion Sessions - The Truth The Love The Life LP, 2015

Stroff - Stroff LP, 2016.