logo

Osp Eldjarn

Ösp - an icelandic folk songstress. Maker of songs and teller of tales

Follow Ösp at her facebook page: https://www.facebook.com/OspEldjarn/?fref=ts  - 
and listen to her wonderful music at soundcloud; https://soundcloud.com/osp-eldjarn


Söngkonan og lagasmiðurinn Ösp Eldjárn á rætur sínar að rekja norður í Svarfaðardal þar sem hún ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún hóf snemma að syngja og var farin að koma fram með foreldrum sínum snemma á unglingsárum. Árið 2009 stofnaði hún ásamt bróður sínum, Erni Eldjárn og vinkonum, Hildi Halldórsdóttur, Söndu Dögg Þorsteinsdóttur og Soffíu Björgu, alþýðu og suðurríkja hljómsveitina Brother Grass sem átti góðu fylgni að fagna. Þau gáfu út tvær plötur, Brother Grass og Jól, og var eitt lagana, Kuldaboli, frumflutt á BBC radio.

Árið 2011 flutti Ösp til London þar sem hún stundaði nám í London Centre of Contemporary Music og Institute of Contemorary Music Performance. Um það leyti fór Ösp að semja sín eigin lög og texta og nú 5 árum síðar hefur fyrsta plata Aspar, Tales from a poplar tree, litið dagsins ljós. Ösp hefur komið fram víða um Bretland og má þar nefna Cambridge Folk Festival, Festival No6 í Wales og Unamplifire í London. Ösp hefur starfað sem söngkona og tónlistarkennari og er meðal annars í atvinnukór sem kallast London Contemporary Voices. Með þeim hefur hún unnið við ýmis verkefni og komið fram á tónlistarhátíðum víða um Bretland og Frakkland og á ýmsum viðburðum á borð við Burberry tískusýningu á London Fashion week. Þau hafa unnið með tónlistarfólki á borð við Nitin Sawhney, Manu Delago, Basement Jaxx, Charlotte Church, Amber Run og Imogen Heap, en með henni tóku þau m.a upp lagið Hide and Seek sem var notað við uppsetningu á leiksýningunni Harry Potter Cursed Child. Ösp er einnig í raf-folk hljómsveit sem kallast Hrim og er sú sveit að vinna í sinni fyrstu plötu.

 

Ösp mun koma fram ásamt bróður sínum, Erni Eldjárn á Reykjavík Folk Festival.

http://www.ospmusic.is/