logo

Reykjavik Folk Festival 2010

 
 
Hátíðin var haldin á Kaffi Rósenberg dagana 10.-13. mars í samvinnu við Rás 1. Miðar voru seldir í forsölu á midi.is. Ólafur Þórðarson annaðst kynningar. Hljóðmenn voru Haffi Tempó og Jón Kjartan. 
 
Dagskráin var sem hér segir: 
 
Miðvikudagur 10. mars
Kl. 21:00 - Rósin Okkar
Kl. 22:00 - Fedorov
Kl. 23:00 - Sniglabandið - þjóðlagadeild
 
Fimmtudagur 11.mars
Kl. 21:00 - Gísli Helgason & Co
Kl. 22:00 - Gæðablóð
Kl. 23:00 - Hrafnar
 
Föstudagur 12.mars
Kl. 21:00 - South River Band
Kl. 22:00 - Varsjárbandalagið
Kl. 23:00 - Narodna Musika
Kl. 24:00 - Ljótu hálfvitarnir
 
Laugardagur 13.mars
Kl. 21:00 - Guitar Islancio
Kl. 22:00 - KK
Kl. 23:00 - Nesi Sjana og hinar kerlingarnar
Kl. 24:00 - Spaðar
 
Þessi fyrsta Reykjavik Folk Festival tókst frábærlega. Vel var mætt öll kvöldin, en sérstaklega þó á föstudags- og laugardagskvöldið. Frábær stemning myndaðist á Rósenberg þessi kvöld og þegar var ljóst að Reykjavik Folk Festival yrði að vera árlegur viðburður.
 
RUV rás 1 tók hátíðina upp og sumarið 2010 voru sendir út 14 klukkutíma langir útvarpsþættir, einn með hverju atriði af hátíðinni. Ólafur Þórðarson annaðist þáttagerðina.