logo

Reykjavik Folk Festival 2011

 
 
Hátíðin var haldin í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 13. apríl. Hún var því með óvenjulegu sniði og haldin til styrktar Ólafi Þórðarsyni, upphafsmanni hátíðarinnar, en hann liggur meðvitundarlaus á Grensásdeild eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu í nóvember 2010. Vinir Ólafs og samstarfsmenn héldu hátíðina. Allir sem komu að hátíðinni gáfu vinnu sína. Meðal tónlistarmanna voru eftirtaldir:
 
Kristján Jóhannsson
Kristján Kristjánsson KK
Bubbi Mortens
Björgvin Halldórsson
Savanna tríóið
Ríó tríóið
Hörður Torfason
Diddu
Óperukórinn og fjöldi óperusöngvara
Egill Ólafsson
Gæðablóðin
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds
Gunnar Þórðarson
Guitar Islancio
South River Band
Guðrún Gunnarsdóttir og útvarpsbandið
Örn Árnason.
 
Þorsteinn Guðmundsson var kynnir. Hljóðkerfi og ljósabúnaður voru í boði Hljóð-X. Haffi Tempó sá um hljóð í sal, Jón Skuggi um hljóð á sviði og Arnar Ingólfsson um ljós. Sviðsstjóri var Ágúst Ágústsson (Gústi Rót) og sviðsmenn Arnar Gauti Markússon og bróðir hans - hvers nafn við höfum því miður ekki á skrá. Allir þessir aðilar gáfu vinnu sína.
 
RUV kynnti hátíðina og Doddi á Rósenberg gaf veitingar til tónlistarmanna.
 
Uppselt var í Háskólabíó þetta kvöld og hátt í 1000 manns mættu því og sýndu samstöðu sína með Óla Þórðar í verki. Tónleikarnir tókust frábærlega.