logo

Reykjavík Folk Festival 2013

 
 
Þjóðlagahátíð Reykjavíkur 2013
Ákveðið var að flytja hátíðina frá fyrra aðsetri á Kafé Rósenberg yfir á Kex-hostel. Er mál manna að það hafi verið góður leikur, því saman fór stærri tónleikasalur og breiðari áheyrendahópur, mun meiri aldursdreifing en verið hafði til þessa. Mjög góð stemming myndaðist í tónleikasalnum og þægilegt andrúmsloft ríkti.
Meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram á hátíðinni voru; Pétur Ben, Valgeir Guðjónsson, Ylja, Þokkabót, Árstíðir, Snorri Helgason, Benni Hemm Hemm, Puzzle Muteson (UK), Magnús og Jóhann, Ólöf Arnalds, ásamt hinni nýstofnuðu Þjóðlagasveit Höfuðborgarsvæðisins en meðlimir hennar eru þjóðlagareynsluboltarnir Ágúst Atlason, Björn Thoroddssen, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson og Magnús R. Einarsson.
Ríkisútvarpið hljóðritaði hátíðina og voru nokkrir útvarpsþættir fluttir á vormánuðum í umsjón Jónatans Garðarssonar.