logo

Thrir

 
Hljómsveitin Þrír á varð til í kring um tónlistarhátíðina Durginn í Staðarsveit á Snæfellsnesi fyrir fáeinum árum. Tveir meðlima Þrír eru búsett í Stykkishólmi og ein er heimalningur frá Langaholti undir Jökli. Ræturnar eru á Snæfellsnesi. Tónlist Þrír er allt frá umkvartanasömum dægursöngvum og ádeiluflugum til hjartnæmra ástarpolka.

Um áslátt sér hin íðilfríða Þórdís Claessen undir ofurnæmum bassadrunum Sigurbjargar Maríu Jósepsdóttur kontrabassaleikara og hrynföstum áslætti gítarleikarans og strigabarkans Jóns Torfa Arasonar. Saman mynda þau hið ófallbeygjanlega tríó Þrír.

Nýverið kom út á öldum ljósvakans fyrsta hjómplata Þrír, Allt er þegar Þrír er, sem innan fárra vikna verður fáanleg bæði á geisladiskum og vinyl.
 
--

Follow Þrír on facebook: https://www.facebook.com/hljomsveitinTHRIR/?fref=ts
Listen to their new album on Spotify: https://open.spotify.com/artist/2mVxMjKTnDxanMS9BggtHE