logo

Tomas R. Einarsson

 

Latíntríó Tómasar R. er skipað þeim Ómari Guðjónssyni á gítar, Kristófer Rodríguez Svönusyni á slagverk og Tómasi R. á kontrabassa. Þeir félagar munu spila gömul og ný lög af latínplötum Tómasar R.

 

Plöturnar hafa notið mikilla vinsælda, nú síðast Bongó sem kom út s.l. haust og hlaut einróma lof gagnrýnenda bæði hér heima og erlendis. Tómas og Ómar hafa spilað saman í meira en áratug í tíu löndum og gáfu út dúóplötuna Bræðralag fyrir tveimur árum. Kristófer Rodríguez Svönuson er í hópi efnilegustu slagverksmanna landsins og hefur spilað heima og erlendis með fjölmörgum hljómsveitum, og er nýkominn frá tónleikaferðalagi með Júníus Meyvant.

 


Upptaka af tónleikum Latíntríós Tómasar R. í Washington DC 2013 (Ómar Guðjónsson, Matthías Hemstock, Tómas R.):

https://www.youtube.com/watch?v=BOXXMqKE4jY