logo

Um hátíđina

Í tilefni af 10 ára afmæli South River Band 2010 vildu aðstendendur sveitarinnar, Söngkvöldafélagið í samvinnu við Tónsprotann ehf og Kaffi Rósenberg setja á stofn tónlistarhátíð, þar sem fram kæmu hljómsveitir af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að flytja, þjóðlög, blús, heimstónlist og blöndu af þessu öllu.
 
Þjóðlagatónlist (e. folk music) hefur stundum verið skilgreind sem tónlist eða tónlistaráhrif sem rekja uppruna sinn til hins venjulega alþýðumanns, tónlistararf sem borist hefur mann frá manni, kynslóð frá kynslóð. Oftar en ekki má rekja þetta til þess að vinir eða fjölskyldan hafa komið saman, sungið og spilað af fingrum fram. Réttara væri því kannski að tala um alþýðutónlist.
 
Meðlimum South River Band hafði lengi fundist vanta tónlistarhátíð með þessa grasrót í forgrunni og blésu þeir því blása til alþýðu- og heimstónlistarhátíðar í mars 2010 undir merkjum Reykjavík Folk Festival. Með Reykjavík Folk Festival vilja þeir leggja áherslu spilagleðina fremur en að reyna að leggjast í djúpar rannsóknir á uppruna þjóðlagatónlistar. Þannig er ætlunin að gera alþýðu- og þjóðlagatónlist allra heimshorna jafn hátt undir höfði.
 
Reykjavik Folk Festival er sett upp að alþjóðlegri fyrirmynd þar sem spilagleðin er í forgrunni og órafmögnuð hljóðfæri eru í aðalhlutverki. Fyrsta hátíðin fór fram með þetta að leiðarljósi í góðu samstarfi við Þórð Pálmason veitingamann á Kaffi Rósenberg dagana 10.-13. mars 2010.
 
Forsvarsmaður, hugmyndasmiður, helsti hönnuður og fyrsti framkvæmdastjóri Reykjavik Folk Festival var Ólafur Þórðarson, ástsæll tónlistamaður í Ríó Tríó, Kuran Swing, South River Band og fleiri hljómsveitum og bakhjarl fjöldamargra tónlistarmanna og skemmtikrafta í gegnum umboðsskrifstofu sína, Þúsund þjalir.